Þriðjudagar kl 12:05

Við hittumst í hádeginu á þriðjudögum, 2.-3. hvern þriðjudag eftir því hversu mikið fólki liggur á hjarta. Þá þriðjudaga sem enginn hittingur er, reynum við að birta 1-2 greinar eða myndskeið sem leiða okkur að efni næsta "live" fundar.

Eitt efni per live-event

Við reynum að halda hlutunum einföldum og skipulögðum svo þú getir valið hvaða viðfangsefnum þú hefur áhuga á og ekki eytt tímanum í vitleysu þegar efnir er fyrir utan þín áhugasvið.

Taktu þátt eða hleraðu bara!

Fundirnir eru ekki hugsaðir sem fyrirlestrar, við byrjum hugsanlega á 5-15 mín intro, þar sem við rifjum upp helstu atriði og það augljósa sem ekki þarf að ræða. Eftir intro-ið er mælendaskráin opin, allir mega un-mute-a en fundarstjóri stekkur inn í ef einhver stelur fundinum :)